Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

„KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og félagar hans þvertaka fyrir að reynt sé að hylma yfir gerendur kynferðisofbeldis hjá sambandinu. Formaðurinn vísar á bug öllum dylgjum þess efnis að reynt sé að þagga niður ofbeldismál þeirra sem leikið hafa fyrir KSÍ.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér. Háværar sögur ganga um samfélagið um alvarleg ofbeldisbrot íslenskra landsliðsmanna og fram hafa komið hrottalegar lýsingar á meintu kynferðisbroti tveggja þeirra. Nýlegur pistill framhaldsskólakennarans Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur hefur sjálfsagt ýtt Guðna og félögum út í það að senda frá sér yfirlýsingu en hún sakar KSÍ um þöggun og kvenfyrirlitningu.

Sjá einnig: Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR“

Rannsókn á máli Gylfa er í fullum gangi en hann er þó ekki í varðhaldi eftir að hafa greitt tryggingu. Mál Gylfa Þórs, leikmanns Evert­on, er ennþá til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni í Manchester, og ekki hef­ur verið gef­in út kæra á hend­ur honum.

Sjá einnig: Tengdafaðir Gylfa Þórs knattspyrnukappa: „Þau eru ekki að skilja“

Hafnfirðingurinn Gylfi Þór er einn af fremstu knattspyrnumönnum Íslands og sannkölluð þjóðhetja fyrir árangur sinn. Síðustu vikur hafa þó verið honum erfiðar. Lögreglurannsókn stendur yfir og hann sakaður um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri. Honum hefur verið vikið tímabundið úr liði sínu, Everton, á meðan rannsókn stendur.

- Auglýsing -

 

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KSÍ í heild sinni:

Að gefnu tilefni

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram koma ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.

Ef tilkynningar um mál sem tengjast einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins er tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar.

Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála.

KSÍ getur ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.

KSÍ er ávallt tilbúið til að gera betur og víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því er samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -