• Orðrómur

Landlæknir hvetur fólk til að taka þátt í könnun um áfengisnotkun í tímum COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Könnun meðal Evrópuþjóða um áfengisnotkun á tímum COVID-19 er nú aðgengileg á íslensku á vef embættis landlæknis.

Á vef landlæknis segir að útbreiðsla COVID-19 og aðgerðir stjórnvalda hafi haft áhrif á daglegt lífi almennings, þar á meðal mögulega breytt áfengisvenjum fólks.

Vegna þessa er hópur rannsakenda að framkvæma könnun á hugsanlegum breytingum á notkun áfengis í Evrópu. Gögnin úr þessari könnun munu stuðla að betri skilningi á neyslumynstri og heilsufari á tímum heimsfaraldurs eða svipaðra atvika sem fela í sér takmarkanir og sóttkví.

- Auglýsing -

Þessi könnun er tilkomin úr samstarfi vísindamanna í faraldsfræði frá mörgum rannsóknarstofnunum í Evrópu, þar á meðal Tækniháskólanum í Dresden, Þýskalandi, og spítalanum Clínic de Barcelona á Spáni.

Könnunina má nálgast hérna og svara þátttakendur henni nafnlaust. Það tekur um 10 mínútur að svara spurningum könnunarinnar.

Alma Möller landlæknir lýsti yfir áhyggjum vegna drykkju landsmanna í mars þegar ljóst var að áfengissala ÁTVR jókst í samkomubanni. Hún benti á að ekki væri gagnlegt að nota áfengi til að reyna að vinna bug á kvíða og áhyggjum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -