Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Líkamsárás í Kópavogi – rannsókn miðar vel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás í Hamraborg í Kópavogi í þar síðustu viku, en þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki, miðar mjög vel.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni hafa margir verið kallaðir til vegna rannsóknarinnar, en um grófa líkamsárás var að ræða .

Vegna umfjöllunar um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum vill lögreglan taka fram að rannsókn hennar hefur leitt í ljós að árásin tengdist ekki kynþætti brotaþola. Því er ekki um hatursglæp að ræða svo því sé haldið til haga, eins og segir í tilkynningunni.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina, en málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -