Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Lögðu hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa og önnur fíkniefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarna mánuði hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar skipulagða brotastarfsemi, sem snýr meðal annars framleiðslu amfetamns og peningaþvætti. Málið er mjög umfangsmikið er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Átta manns voru handteknir í þágu rannsóknar þess í janúar og í framhaldinu voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Sexmenningarnir voru í haldi lögreglu frá tveimur að tólf vikum, en hinir sömu eru nú allir lausir úr gæsluvarðhaldi. Samhliða var ráðist í á annan tug húsleita víða á höfuðborgarsvæðinu og lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni.

Rannsókn málsins hefur miðað vel, en einn til viðbótar var handtekinn í lok síðasta mánaðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það hefur nú verið framlengt og situr viðkomandi því enn í gæsluvarðhaldi. Tvær húsleitir voru framkvæmdar í tengslum við handtöku þess síðastnefnda og fannst þá jafnframt talsvert magn af amfetamínbasa. Það er mat lögreglu að vökvann hafi átt að nota við framleiðslu amfetamíns hérlendis.

Í tilkynningu lögreglu um málið hefur verið lagt hald á alls 13,5 lítra af amfetamínbasa í þágu rannsóknarinnar, auk tilbúinna fíkniefna, sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Þá hefur lögreglan enn fremur tekið í sína vörslu mikið magn stera í þágu málsins. Miðað við dóma í hliðstæðum málum má ætla að verðmæti haldlagðra fíkniefna sé í kringum 230 milljónir króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -