Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Mál bakvarðarins: Biskup gegn presti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson hefur í tvígang lent í vanda vegna bakvarðarins Önnu Auroru. Hann missti embætti sitt við Lágafellskirkju og er nú í ónáð hjá biskupi.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Bakvörðurinn réttindalausi, Anna Aurora Óskarsdóttir, hefur reynst séra Skírni Garðarssyni skeinuhætt. Þegar Skírnir þjónaði sem prestur við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ sótti Anna um styrk úr neyðarsjóði kirkjunnar. Presturinn grunaði hana um græsku og að hafa ekki þörf fyrir hjálp. Hann hafði samband við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar til að spyrjast fyrir um konuna. Þau samskipti urðu til þess að Anna kærði séra Skírni og Mosfellsbæ til Persónuverndar fyrir að rjúfa við sig trúnað.

Atburðarásin eftir það varð reyfarakennd. Biskupsstofa fékk afrit af tölvupóstum prestsins frá formanni sóknarnefndar, án hans vitundar. Séra Skírnir kærði innbrotið í pósthólf sitt til Persónuverndar sem úrskurðaði að umboðsmenn Þjóðkirkjunnar hefðu brotið gegn prestinum.

Sjá einnig: Einkaviðtal við bakvörðinn: „Ég var meðhöndluð eins og stórglæpamaður“

Málið varð til þess að Agnes Sigurðardóttir biskup hrakti hann úr embætti í Lágafellssókn. „Ég var sviptur embætti sem ég hafði virkilega ánægju af því að þjóna,“ sagði Skírnir í samtali við Stundina í janúar 2017.

Afleiðingar þessa máls voru þær að Skírnir hefur síðan verið í afleysingum sem prestur. Nú gegnir hann stöðu sem héraðsprestur á Suðurlandi. Þjóðkirkjan hefur enn ekki greitt prestinum bætur vegna brotsins eða rétt hlut hans að neinu leyti. Allt frá því kirkjan braut gegn prestinum hefur verið reynt að fá lausn í málið en árangurs.

- Auglýsing -

Sakaður um trúnaðarbrot

Nú er staðan sú að biskup er öðru sinni með á sínu borði mál sem snýr að séra Skírni. Að þessu sinni er hann sakaður um trúnaðarbrot eftir að hann lét í ljósi áhyggjur þegar hann uppgötvaði að Anna, með sína fortíð, væri í hópi bakvarða í Bolungarvík, vestur á fjörðum. Skírnir lét Gylfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, vita um konuna sem hann taldi víst að væri undir fölsku flaggi. Anna Aurora var handtekin í framhaldinu. Þá kom á daginn að hún hafði ekki réttindi til að sinna þeim störfum sem hún hafði gefið kost á sér til.

Kirkjan í klemmu

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir biskup sagði í samtali við Ríkisútvarpið 13. apríl að svo virtist sem séra Skírnir hefði rofið þagnarskyldu. Biskup sagði þá að yfirlýsingar um málið væri að vænta á næstunni. Heimildir Mannlífs herma að fundað hafi verið um mál Skírnis undanfarna daga.

Séra Skírnir vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið og Agnes Sigurðardóttir biskup lét ekki ná í sig, þrátt fyrir skilaboð. Þegar Mannlíf fór í prentun var því ekki ljóst hvað biskup hyggst fyrir og hvort séra Skírnir fái áminningu eða verði jafnvel rekinn.

Sjá einnig: „Falski“ bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

Víst er að kirkjan er í klípu ekki síður en presturinn vegna málsins.

Meðal sjónarmiða í málinu eru þau að Anna Aurora hafi sjálf aflétt trúnaði þegar hún kærði til Persónuverndar og varð þar með opinber.

Sjá einnig: Gátum ekki tekið neina áhættu varðandi bakvörðinn

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -