Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Mögulega besti þjálfari í heimi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Geirsson handboltamaður segist lítast vel á nýja karlalandsliðið í handbolta sem keppir á HM. Hann segir að styrkur liðins felist mikið í að Aron Pálmason sé þar með stórt hlutverk, enda lykilleikmaður, auk þess sem þjálfari liðsins, Guðmundur Þórður Guðmundsson, sé mögulega besti þjálfari í heimi.

„Mér líst mjög vel á íslenska karlalandsliðið í handbolta,“ segir Logi Geirsson. „Það er ákveðið uppbyggingartímabil í gangi núna, það eru margir ungir og reynslulausir leikmenn sem eru að koma og fá stærra hlutverk og við erum kannski búnir að vera á ákveðnu breytingaskeiði í handboltanum. Ég veit að það eru rosalega miklir hæfileikar í liðinu og það getur tekið svolítinn tíma að láta þetta smella alveg en þetta er lið sem gæti á góðum degi unnið hvaða lið sem er. Það er mjög bjart fram undan. Það er allt hægt á svona stórmótum eins og á HM og riðillinn sem slíkur býður upp á það. Það eru gríðarlegir möguleikar fyrir liðið að komast inn í milliriðla og valda usla þar.“

Ég veit að það eru rosalega miklir hæfileikar í liðinu og það getur tekið svolítinn tíma að láta þetta smella alveg en þetta er lið sem gæti á góðum degi unnið hvaða lið sem er.

Aron lykilleikmaður

Þegar Logi er spurður hvernig honum lítist á einstaka leikmenn í liðinu segir hann að Aron Pálmason sé einn besti leikmaður í heimi og að það sama megi segja um Guðjón Val. „Svo erum við með heilt yfir nokkuð þéttan hóp en margir sem eru ekki búnir að ná hátindi á ferli sínum, eiga það eftir þannig að við erum með ungt lið sem á bara eftir að bæta sig.

Styrkur liðsins liggur mikið í að Aron er með risastórt hlutverk í þessu; þetta stendur mikið og fellur með honum. Hann er lykilleikmaður að mínu mati. Styrkur liðsins liggur líka mikið í hvað Guðmundur þjálfari er frábær. Hann er mögulega besti þjálfari í heimi, það er ekki hægt að óska sér betri þjálfara fyrir þetta lið.“

Logi bendir á að Guðmundur hafi verið þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta á sínum tíma og undir hans stjórn urðu Danir Ólympíumeistarar í Ríó árið 2016. „Og hann fór með íslenska landsliðið á verðlaunapall árið 2008. Guðmundur veit hvernig á að vinna og hann þarf bara að búa til sigurhefð á meðal nýrra leikmanna.“

Logi er jafnframt spurður um helstu veikleika liðsins. „Liðið er ungt og óreynt og því fylgja breytingar og það er ókosturinn við þetta. Það eru margir nýir leikmenn í liðinu og það tekur tíma að púsla saman liði og ná árangri í íþróttum.“

- Auglýsing -

Þriðja besta í riðlinum

Logi segist búast við að liðinu muni vegna vel á HM í ár. „Ég held að það muni örugglega komast upp úr riðlinum. Ég held að liðið muni komast upp í milliriðil. Það er náttúrlega lykilatriði að við erum að spila við mjög sterkar þjóðir; spænska og króatíska liðið eru þau bestu í heimi en íslenska liðið ætti að geta unnið þau á góðum degi, ég held að það verði erfiðustu andstæðingarnir. Ég myndi þó segja að makedónska liðið væri sterkast? Svo erum við með Barein og Japan. Þetta eru allt lið sem við verðum að stefna að að vera fyrir ofan. Við vorum mjög heppin með riðil og íslenska liðið er styrkleikalega séð þriðja besta liðið í þessum riðli þannig að það verða þessi tvö lið fyrir ofan okkur – Spánn og Króatía – sem ég held að sé ómögulegt að lenda fyrir ofan eins og staðan er í dag.“

Við erum að spila við mjög sterkar þjóðir; spænska og króatíska liðið eru þau bestu í heimi en íslenska liðið ætti að geta unnið þau á góðum degi.

Þegar Logi er spurður hvernig nýja liðið sé samanborið við síðasta lið segir hann að í raun og veru sé það einu stórmóti eldra. „Menn eru búnir að spila sig aðeins lengur saman og fleiri farnir i atvinnumennsku frá Íslandi. Hérna er áhugamennska. Svo er kominn nýr þjálfari sem er með aðrar áherslur. Við erum komnir með reynslumikinn þjálfara sem hefur náð árangri.

- Auglýsing -

Ég spái því að við munum eftir örfá ár fara að sjá frábæra hluti gerast aftur hjá íslenska liðinu. Þetta lið er með gríðarlega hæfileika. Framtíðin er fáránlega björt og ég spái því að við getum orðið á meðal átta efstu liða í heiminum og vel það innan þriggja ára.“

Mynd / Myriam Marti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -