Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

MYNDIR – Guðmundur Felix faðmar dóttur sína í fyrsta skipti í 23 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faðmaði 24 ára dóttur sína í fyrsta sinn síðan hún var 3ja mánaða.

Guðmundur Felix Grétarsson, lífsþjálfi, ræðumaður og fyrsta manneskjan í heiminum sem fær á sig grædda tvo handleggi, birti fyrir stuttu afar hjartnæmar ljósmyndir á Facebook og Instagram síðum sínum. Þar sést hann faðma dóttur sína, 24 ára, í fyrsta skipti síðan hún var 3ja mánaða en fram að þessu hefur hann verið handalaus. Þá eru einnig ljósmyndir af afastelpum hans tveimur sem hann faðmar í fyrsta skipti. Að lokum eru svo fyrir og eftir ljósmyndir af Guðmundi Felix leiðandi eldri afastelpuna sína. Myndirnar eru teknar í Lion hvar hann dvelur um þessar mundir.

Guðmundur Felix, fékk tvo handleggi grædda á sig fyrr á árinu en hefur, eins og áður segir, dvalið í Lion, Frakklandi á meðan hann jafnar sig í eftirmeðferð. Lenti Guðmundur Felix í hræðilegu vinnuslysi fyrir um 23 árum síðan er hann var við störf sem rafvirki. Hefur hann unnið hug og hjörtu Íslendinga og í raun heimsins, með jákvæðni og baráttuvilja að vopni.

Hér má svo sjá þessar fallegu myndir:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -