Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Neyðarkall frá forstjóra Landsspítala – Starfsfólk komi úr sumarleyfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það stefnir í neyðarástand á Landsspítalanum vegna þeirrar bylgju sem nú geysar í Covid 19. Páll Matthíasson forstjóri hefur sent út neyðarkall og biðlar til starfsfólks um að snúa til baka úr sumarfríi. Mikið álag er á Bráðamóttöku spítalans vegna alls þess fjölda sem nú glímir við Covid 19. Alls liggja 16 manns inni á spítalanum vegna Covid 19. Þar af er einn á gjörgæslu.

Páll Matthíasson

Landspítali vekur athygli á því í tilkynningu að fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda megi því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Á bráðamóttökunni sé sjúklingum núna forgangsraðað eftir bráðleika og ef kostur er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan opnunartíma heilsugæslu.

„Þetta á sér stað á sama tíma og sumarleyfi starfsfólks Landspítala standa yfir. Andspænis þessari ógn þarf nú víðtækt viðbragð á Landspítala þar sem spítalinn starfar á hættustigi og mönnun mjög víða er tæp. Af því tilefni hefur forstjóri Landspítala meðal annars biðlað til starfsfólks í sumarorlofi um að huga þegar í stað að því að stytta orlof, ef nokkur kostur er“.

Til marks um ástandið hefur fólki í eftirliti á COVID-göngudeildinni fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og sömuleiðis inniliggjandi sjúklingum á spítalanum. Á sama tíma er fjöldi starfsfólks í einangrun og sóttkví, sem auðveldar ekki mönnun á spítalanum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -