Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Neyðarleg uppákoma: Boris Johnson uppvís að rangindum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson, sem líklegt er að verði orðinn forsætisráðherra Bretlands áður en um langt líður, varð uppvís að heldur neyðarlegum rangindum í vikunni.

Á kosningafundi í vikunni dró Boris upp reykta síld í loftþéttum umbúðum, rétt sem Bretar kalla „kipper“. Síld þessi hafi verið verkuð á eyjunni Mön en framleiðslukostnaðurinn hafi snarhækkað vegna reglna ESB um að í umbúðunum verði að vera svokallaður íspoki svo að hitastig vörunnar sé hinnan réttra marka. Sagði Boris þetta vera skýrt dæmi  um hvers vegna Bretland verði að ganga úr Evrópusamandinu. „Gagnslaust, dýrt og skaðlegt umhverfinu.“

En Boris fékk þetta heldur betur í andlitið því fjölmiðlar í Bretlandi voru fljótir að grafa upp að ESB hafði ekkert með umræddar pakkningar að gera, heldur var alfarið um breska reglugerð að ræða. Þetta staðfesti talsmaður ESB í gær. „Málið sem herra Johnson vitnar til fellur utan reglugerða ESB og er allfarið á forræði Bretlands. Það gilda strangar reglur um ferskan fisk en þær ná ekki til unninna fiskvara.“

Það kemur í ljós í næstu viku hvort það verði Boris Johnson eða Jeremy Hunt sem taka við embætti formanns Íhaldsflokksins af Theresu May og um leið embætti forsætisráðherra. Kosning stendur yfir og hafa flokksmenn frest fram á mánudag til að skila inn kjörseðlum. Kannanir undanfarinna vikna hafa sýnt að Boris er með töluvert forskot á Hunt.

Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem Boris verður uppvís að því að hafa rangt við í pólitískum umræðum, líkt og fjölmargir Twitter notendur hafa bent á í umræðum undir myllumerkinu #kippergate.

- Auglýsing -

https://twitter.com/colindargue/status/1151917443448811521

- Auglýsing -

https://twitter.com/SpillerOfTea/status/1151950954163527688

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -