• Orðrómur

Nú má heita Kusi og Náttúra

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mannanafnanefnd samþykkti sjö beiðnir um ný eiginnöfn með úrskurðum í apríl.

Nöfnin sem nefndin samþykkti í apríl eru kvenmannsnöfnin Snæsól, Náttúra, Kíra og Lucia og karlkynsnöfnin Neó, Kusi og Liam. Nefndin hafnaði þá þremur eiginnöfnunum í apríl, það eru nöfnin Midian (kk), Marzellíus (kk) og Jette (kvk).

„Eiginnafnið Marzellíus telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn ‘z’ telst ekki til íslenska starfrófsins þótt hann komi fyrir í nokkrum mannanöfnum sem hafa unnið sér hefð,“ segir meðal annars í úrskuði um nafnið Marzellíus.

Um nafnið Natúra segir: „Eiginnafnið Náttúra (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Náttúru, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa um úrskurði nefndarinnar hérna.

Sjá einnig: Nú má heita Systa og Lynd en ekki Sukki

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -