- Auglýsing -
Mannanafnanefnd samþykkti tvö eiginnöfn með úrskurðum þann 25. mars. Það eru kvenkynseiginnöfnin Lynd og Systa. Nefndin hafnaði þá eiginnöfnunum Valthor (kk), Thurid (kvk) og Sukki (kk).
Í úrskurði mannanafnanefnd um nafnið Sukki segir meðal annars: „Eiginnafnið Sukki er dregið af nafnorðinu sukk, sem merkir ‘svall, óregla; eyðslusemi, óráðsía’ eða ‘hávaði, háreysti’. Nafnorðið sem nafnið er dregið af hefur því mjög neikvæða merkingu.“ Þá segir að nafnið geti hugsanlega orðið barni til ama.
Nöfnunum Valthor og Thurid var hafnað á grundvelli þess að þau ritast ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensk máls.
Nöfnin Systa og Lynd voru samþykkt og færð á mannanafnaskrá.