Fimmtudagur 29. febrúar, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Ný staða í Valhöll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari út 21. tölublaði Mannlífs

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þróuninni innan Sjálfstæðisflokksins undanfarnar vikur. Undirliggjandi togstreita á milli frjálslyndra og afturhaldssamra afla innan flokksins hefur verið að koma upp á yfirborðið í tengslum við þriðja orkupakkann og frumvarp um fóstureyðingar. Í þetta skiptið er það hins vegar frjálslyndi armurinn sem hefur ráðið för. Það er ný staða.

Það skín í gegn að þessi hópur fyrrum valdakarla á erfitt með að fóta sig í hinum nýja veruleika, að ný kynslóð áhrifafólks taki ákvarðanir og myndi sér skoðanir án valdboðs eða leiðbeininga frá gamla valdakjarnanum. Gremjan birtist landsmönnum á síðum Morgunblaðsins nánast á hverjum degi. Hér áður fyrr var litið á greinar þessara manna sem ótvíræð skilaboð úr innsta kjarna en í dag eru þær ígildi gamalla karla að öskra á ský. Óþol forystu Sjálfstæðisflokksins gagnvart þessum hópi er sömuleiðis orðið áberandi, samanber ákvörðun formannsins um að birta viðhafnargrein sína í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu. Slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis nokkrum mánuðum.

Óþol forystu Sjálfstæðisflokksins gagnvart þessum hópi er sömuleiðis orðið áberandi, samanber ákvörðun formannsins um að birta viðhafnargrein sína í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu.

Þessi þróun er um margt ánægjuleg enda var Sjálfstæðisflokkurinn orðinn forpokaður og kreddufullur flokkur, svo mjög að hluti hinna frjálslyndu hrökklaðist í burtu yfir í Viðreisn. Maður spyr sig hvað veldur. Annars vegar eru framtíðarleiðtogar flokksins komnir með bullandi sjálfstraust, enda farnir að raða sér í áhrifastöður. Við sjáum meira af Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu en minna af Ásmundi Friðrikssyni. Sem er vel.
Hins vegar hefur orðið gerjun á hægri vængnum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að taka tillit til. Miðflokkurinn hefur, þrátt fyrir nafnið, verið að marka sér stöðu langt úti á hægri vængnum með afar íhaldssömum, popúlískum og þjóðernissinnuðum málflutningi. Framganga Miðflokksmanna í vetur, innan sem utan þings, hefur verið með slíkum ólíkindum að það var óumflýjanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vilja fjarlægja sig frá honum með áberandi hætti.

Þessi sinnaskipti vita á gott fyrir framhaldið enda líklegt að einn flokkur mun halda áfram að sækja út á jaðarinn, líkt og popúlistar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa gert. Því einangraðri sem sá flokkur er, því betra. Það er hins vegar langt í frá að frjálslyndið hafi tekið flokkinn yfir, þrátt fyrir þessa tímabundnu nýju ásýnd. Ef framtíðarleiðtogar flokksins vilja virkilega sýna að þeir standi fyrir frjálslyndi og alþjóðasamvinnu, þá væri ágætis fyrsta skref að þrýsta á um úrsögn úr ACRE, bandalagi hægri manna sem hýsir marga af verstu stjórnmálamönnum Evrópu. Enda lítið frjálslyndi fólgið í því að sitja fundi með Erdogan, Nethanyahu og skoðanabræðrum þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -