Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Nýjasta nýtt frá Google

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins gott er að sperra eyrun þegar tölvurisinn Goggle boðar breytingar. Á dögunum tilkynnti fyrirtækið nokkrar athyglisverðar nýjungar sem eru meira og minna byggðar á nýrri og betrumbættri tækni tengdri gervigreind, sem Goggle hefur verið að byggja upp síðastliðna áratugi.

Öllum er ljóst að Google er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og er þegar farið að nota sínar öflugu vitvélar til þess að stýra sjálfkeyrandi bílum, keyra áfram ýmiskonar smáforrit og talandi tölvur og síma. Google kynnti nýjungar varðandi ýmsilegt er tilheyrir Andoid, Google Lens og Maps. Flest af því sem Google er að ýta úr vör þessi misserin er kannski ekki sýnilegt og áberandi en á eftir að gjörbreyta tækjum og tólum sem við notum daglega. Hér eru nokkur dæmi.

Nú er hægt að velja um sex raddir á Google Assistant, talvél sem líkist lygilega venjulegri manneskju þegar hún mælir.

Google Assistant verður þarfasti þjónninn
Raddstýrða leitarvélin og aðstoðarþjónninn Google Assistant hefur tekið stórtækum framförum síðan það var sett á markað fyrir tveimur árum. Nú er hægt að velja um sex raddir á Google Assistant, talvél sem líkist lygilega venjulegri manneskju þegar hún mælir. Nú þarf ekki lengur að ávarpa tækið: „Hey, Goggle“ – Google Assistant getur fylgst með samræðum og gripið inn í ef þess er óskað og svarað fleiri en einni spurningu í einu, eins og: Hvað er maður lengi að fljúga til Costa Rica og hvernig er veðrið þar í september? Sömuleiðis er hægt að tengja Google Assistant við snjalltæki heimilisins, kaffivélina, sjónvarpið, ofnakerfið og stýra þeim með einföldum skipunum. Þessi tækni er bylting fyrir sjónskert og hreyfihamlað fólk.

Nú er hægt að setja upp kurteisisviðmótið Pretty Plesae þar sem skylt er að segja „viltu gjöra svo vel“ og sömuleiðis þakka vel fyrir sig, til þess að sýna almennt góð fordæmi fyrir ungt og áhrifagjarnt fólk.

Mannlegt og kurteist viðmót
Google-raddirnar eru lygilega mannlegar, þær hika, ræskja sig, nota þagnir og réttar áherslur. Veitingastaðir og skyndibitastaðir eru í auknum mæli farnir að nota talvélina Goggle Duplex til þess að taka á móti pöntunum í gegnum síma og möguleikarnir eru óþrjótandi þegar þessi tækni er annars vegar. Margir hafa áhyggjur af því að þessi raddstýrða tækni eigi eftir að gera börnin okkar ókurteis þegar við tölum allan daginn í boðhætti, gefandi endalausar skipanir án þess að biðja fallega eða þakka fyrir sig. Nú er hægt að setja upp kurteisisviðmótið Pretty Plesae þar sem skylt er að segja „viltu gjöra svo vel“ og sömuleiðis þakka vel fyrir sig, til þess að sýna almennt góð fordæmi fyrir ungt og áhrifagjarnt fólk. Þetta er svipað og Amazon hefur gert með Echo Dot Kids Edition sem er raddstýrður talhátalari sem á að kenna börnum almennilega mannasiði.

Goggle fullkomnar símann þinn
Hver kannast ekki við rafmagnslausa síma, fulla af furðulegum smáforritum sem við notum aldrei? Á endanum verður hann eins og Boris Jeltsín, alltaf fullur og alveg ónothæfur og við skiptum honum út fyrir nýjan síma. Nýja Android- stýrikerfið fylgist með símanum, hvað þú ert að nota og hvenær, og tekur til í símanum; hendir út ónotuðum forritum og einfaldar allt, bæði til þess að gera viðmótið þægilegra og til þess að spara rafhlöður. Það tímamælir alla notkun á öllum forritum – þannig er sömuleiðis hægt að stýra eigin hegðun og setja sér mörk eins og til dæmis 20 mínútur á Twitter á dag – það er dagskammturinn.

OMO á að auðvelda og bæta líf þitt og vinna gegn tölvufíkn og tryggja stafræna heilsu.

JOMO – Taktu þér frí frá skjánum
JOMO á að auðvelda og bæta líf þitt og vinna gegn tölvufíkn og tryggja stafræna heilsu. Google er í auknum mæli farið að fylgjast með daglegum venjum okkar og mun á næstu árum kynna nýja tækni til þess að stuðla að auknu heilbrigði með reglulegum mælingum. JOMO er forrit sem fylgist með tölvunotkun þinni og segir þér að slökkva á tölvunni og hvíla þig frá skjánum þegar nóg er komið. JOMO er andstæðan við FOMO, The Fear Of Missing Out, óttinn við að missa af einverju. JOMO er skammstöfun á The Joy Of Missing Out on wasted time in front of a screen eða gleðin við að taka sér tíma frá skjánum.

Þú horfir á heiminn í gegnum Lens og Google greinir frá því sem fyrir augu ber.

Hið alsjándi auga – Goggle Lens
Nú getur þú rannsakað og séð út um alla heima með Google Lens. Myndavél sem greinir og skoðar er þegar komin í 10 Android-síma. Lens gefur þér ýmiskonar niðurstöður á augabragði hvort sem það er sérkennilegt orð, furðulegur sveppur í garðinum, fjall eða gamall kastali. Þú horfir á heiminn í gegnum Lens og Google greinir frá því sem fyrir augu ber.

- Auglýsing -

Sjálfkeyrandi bílar komnir á fljúgandi ferð
Flestir tæknispámenn hafa sagt að þetta ár verði árið sem gervigreindin springi út. Sá spádómur er að öllum líkindum að rætast. Margar tækninýjungar tengdar gervigreind eru í fæðingu og tromp Google í þessum geira er undirfyrirtækið Waymo sem sér um hin nýju undratæki: sjálfkeyrandi bíla. Á þessu ári mun Waymo opna nýtt smáforrit, svipað og UBER, leigubílaþjónustu þar sem allir bílanir eru sjálfkeyrandi. Einhverjar borgir í Bandaríkjunum hafa þegar gefið grænt ljós á þessa starfsemi.

Viðbættur raunveruleiki, AR (Augmented Reality), er ný tækni sem bregður upp ýmsum myndum og táknum fyrir framan ykkur, ýmist með snjallgleraugum eða annarri tækni.

Viðbættur raunveruleiki
Það styttist í að raunveruleikinn og okkar daglega líf verði eins og skáldsaga eftir Sjón, þar sem ýmis furðuatvik og -verur geta skotið upp kollinum. Viðbættur raunveruleiki, AR (Augmented Reality), er ný tækni sem bregður upp ýmsum myndum og táknum fyrir framan ykkur, ýmist með snjallgleraugum eða annarri tækni. Þið getið því allt í einu séð bleikan fíl rölta niður Laugaveginn, allsgáð og akandi. Þessi tækni á eftir að stórbæta Google Maps og gera áttavilltu fólki léttara fyrir að rata á nýjum slóðum og jafnvel bjóða upp á fyrirtaks leiðbeiningar, sögugöngu og fræðslu. Google Maps verður því leiðbeinandi og landakort á ferðalögum þínum. Þessi tækni gefur líka nýja möguleika í kennslu, tölvuleikjum og mörgu öðru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -