Nýtt myndband JóaPé og Króla vekur athygli

Deila

- Auglýsing -

JóiPé og Króli voru að senda frá sér nýtt myndband við lagið Tveir Koddar.

Tómas Sturluson leikstýrði myndbandinu sem hefur fengið mikla athygli og góð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Meistaraverk,“ skrifar einn netverji á athugasemdakerfi Youtube. „Þetta er bara geggjað,“ skrifar annar.

Þá hafa allnokkrir bent á að myndbandið minni óneitanlega á nokkur atriði í kvikmyndinni Englar alheimsins frá árinu 2000 sem byggð var á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

- Advertisement -

Athugasemdir