2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Oddný Harðardóttir gefur umhverfisstefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „algjöra falleinkunn”

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, lagði áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum gagnrýndi hún harðlega. „Máttleysislega loftslagsáætlun ríkisstjórnar Íslands fær algjöra falleinkunn.”

„Við erum síðasta kynslóðin sem getur brugðist við þeirri ógn sem að okkur steðjar.” þar vitnaði hún í ræðu Benedikts Erlingssonar, leikara og leikstjóra, er hann tók við verðlaunum fyrir myndin Kona fer í stríð. Við sama tilefni sagði hann að stjórnmálamenn framtíðarinnar ættu að koma heiðarlega fram og sigra kosningar með loforðum um minna. Minna dót, minni neyslu og minni ferðalög en meiri menningu.

Oddný sagði það mikilvægt að stuðla að betri framtíð í loftslagsmálum fyrir yngri kynslóðir. „Þeirra er framtíðin, en aðeins ef við stöndum í lappirnar gegn stundargróða og sérhagsmunum.”

Oddný kom inn á nauðsyn þess að styrkja alþjóðlega samvinnu til að takast á við fátækt, ójöfnuð og loftslagsmál.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is