Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Oddný Harðardóttir gefur umhverfisstefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „algjöra falleinkunn”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, lagði áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum gagnrýndi hún harðlega. „Máttleysislega loftslagsáætlun ríkisstjórnar Íslands fær algjöra falleinkunn.”

„Við erum síðasta kynslóðin sem getur brugðist við þeirri ógn sem að okkur steðjar.” þar vitnaði hún í ræðu Benedikts Erlingssonar, leikara og leikstjóra, er hann tók við verðlaunum fyrir myndin Kona fer í stríð. Við sama tilefni sagði hann að stjórnmálamenn framtíðarinnar ættu að koma heiðarlega fram og sigra kosningar með loforðum um minna. Minna dót, minni neyslu og minni ferðalög en meiri menningu.

Oddný sagði það mikilvægt að stuðla að betri framtíð í loftslagsmálum fyrir yngri kynslóðir. „Þeirra er framtíðin, en aðeins ef við stöndum í lappirnar gegn stundargróða og sérhagsmunum.”

Oddný kom inn á nauðsyn þess að styrkja alþjóðlega samvinnu til að takast á við fátækt, ójöfnuð og loftslagsmál.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -