Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Öðruvísi tímaritaforsíður á kórónuveirutímum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kórónuveirufaraldurinn hefur sannarlega sett stórt strik í reikninginn hvað vinnslu tískutímarita varðar og nýjustu forsíður margra stórra tímarita bera þess merki. Góð ráð eru dýr þegar aflýsa þarf flestum forsíðumyndatökum af sóttvarnarástæðum.

Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, brá til að mynda á það ráð að nota 50 ára gamla ljósmynd eftir Irving Penn á forsíðu júní/júlí tölublaðsins.

„Ég hef alltaf birt myndirnar hans með stolti en þessi er öðruvísi,“ skrifar Anna Wintour í leiðara um nýjustu forsíðu bandaríska Vogue sem er prýdd ljósmynd Penns frá árinu 1970. Þetta er í fyrsta sinn í yfir 50 ár þar sem kyrralífsmynd prýðir forsíðu Vogue.

Edward Enningful, ritstjóri breska Vogue, valdi þá 14 landslagsmyndir, bæði málverk og ljósmyndir, á 14 mismunandi forsíður ágústblaðs Vogue. Hann segir landslagsmyndir vera viðeigandi þessa stundina nú þegar fólk er farið að hugsa um náttúruna og umhverfisvernd í auknum mæli.

Fyrr á árinu prýddu þá heilbrigðisstarfsmenn forsíður bresku útgáfu tímaritsins Grazia svo nokkur dæmi séu tekin.

Forsíður Grazia fyrr á árinu,

Listmálarinn David Hockney á eitt af þeim 14 verkum sem prýða forsíðu ágústútgáfu breska Vogue. Sjá færslu breska Vogue:

View this post on Instagram

For the August 2020 issue, #BritishVogue asked some of Britain’s most acclaimed photographers and artists to turn to the natural world and share their take on the idea of “reset”. Submitting imagery of nature in all its glory from around the UK, the series of 14 special covers spans #DavidHockney’s ‘Wheat field near Fridaythorpe’ artwork (pictured), #NadineIjewere’s breathtaking image of the Isle of Skye, as well as striking urban landscapes from #TimWalker and #JuergenTeller. Later in the year, an auction of original prints, kindly donated by the artists, will be held in aid of Covid-19 relief charities. See the full portfolio in the new issue, on newsstands and available for digital download Friday 3 July. And click the link in bio to read more about Hockney's cover image.

A post shared by British Vogue (@britishvogue) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -