Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ólíklegt að starfsfólk WOW fái greitt úr Ábyrgðarsjóð launa í júlí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólíklegt er að starfsfólk WOW fái greitt úr Ábyrgðarsjóð launa strax í júlí þrátt fyrir yfirlýsingu skiptastjóra þrotabús WOW. Uppsagnarfrestur starfsfólks rennur út í júlí en þá á sjóðurinn eftir að samkeyra kröfur og upplýsingar.

Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn Mannlífs um málið. Björgvin Steingrímsson hjá Ábyrgðarsjóði launa segir málið rætt innan stofnunarinnar núna og að vænta megi skýrari svör á næstu dögum. Hins vegar sé líklegra að greiðslur berist með haustinu. Það sé ekki nákvæmt að tala um greiðslur í júlí.

Áður en sjóðurinn getur greitt launakröfur þarf uppsagnarfrestur að renna út. Í tilfelli WOW er sá frestur í júlí. Kröfurnar þarf svo að vinna og fara yfir áður en greitt er. Sjóðurinn á til að mynda ekki von á nauðsynlegum upplýsingum fyrr en um 20. júlí. Það getu svo haft áhrif á hraða málsins að það falli á mitt sumar.

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri WOW air, segir við RÚV að forgangskröfum sé haldið til hliðar og þau mál hafi verið unnin í nánu samráði við stéttarfélögin. Ferlið sé þannig að þrotabúið hafnar eða samþykkir lýstum launakröfum. Samþykktar launakröfur eru svo sendar ábyrgðarsjóði launa sem samkeyrir upplýsingarnar og borgar síðan starfsfólki samkvæmt kvöðum á sjóðinn um tryggingu launa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -