Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Ólöf Nordal: Borgar­lista­maður Reykja­víkur – Hefur markað djúp spor í ís­lensku lista­lífi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólöf Nor­dal mynd­listar­kona var í dag við hátíðlega athöfn í Höfða útnefnd Borgar­lista­maður Reykja­víkur þetta árið. Hún tók við útnefningunni frá borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni.

Út­nefning borgarlistamanns er sérstök heiðursviður­kenning til lista­manns sem með list­sköpun sinni hefur markað djúp spor í ís­lensku lista­lífi. Ólöfu var veittur á­grafinn steinn; heiðurs­skjal og verð­launa­fé.

Ólöf Nor­dal – sem er sextug að aldri – nam við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands á árunum 1981 til 1985; nam við Ger­rit Riet­velt A­cademi­e í Hollandi 1985 í Banda­ríkjunum; við Cran­brook A­cademy of Art árin 1989 til 1991 og svo við högg­mynda­deild Yale há­skóla frá 1991 til 1993.

Verk hennar hafa verið sýnd á mörgum helstu sýningar­stöðum á Íslandi og einnig úti í hinum stóra heimi, enda er hún án alls vafa einn besti myndlistarmaður sem Ísland hefur af sér alið; einka­sýningar hennar eru orðnar þrjátíu og fimm talsins og þá hefur hún tekið þátt í mörgum sam­sýningum um allan heim. Á síðasta degi ársins 2018 var Ólöf sæmd heiðurs­merki hinnar ís­lensku Fálka­orðu af for­seta Ís­lands, Guðna Th. Jóhannes­syni; Riddara­kross fyrir fram­lag sitt til ís­lenskrar mynd­listar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -