Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Páll Winkel um árásina á Hólmsheiði: „Ráðist að samfanga fyrirvaralaust með heimagerðu eggvopni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann var vistmaður þarna á Hólmsheiði. Eins og kom fram hjá ykkur þá er ráðist þarna að samfanga fyrirvaralaust með heimagerðu eggvopni og sem betur fer urðu afleiðingar ekki miklar en eins og ég segi við lítum þetta mjög alvarlegum augum og förum yfir alla verkferla hjá okkur hvort það sé eitthvað sem við getum bætt,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í samtali við Mannlíf nú í morgun.

Mannlíf greindi frá því í gær að árás hefði átt sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Samkvæmt heimildum var maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi vegna hnífamálsins á Bankastræti Club  stunginn í andlitið en náði hann að sparka af sér árásarmanninum. Aðspurður hvort vantað hafi upp á öryggisgæslu þegar árásin átti sér stað sagðist Páll ekki halda að svo væri.
„Við teljum að mönnun hafi verið viðunandi þegar þetta kom upp og erum að fara yfir þetta núna, hvernig þetta atvikaðist og erum auðvitað að tryggja aðstæður.“
Líðan fangans sem varð fyrir árásinni er stöðug að sögn Páls.
„Þetta er skurður, sjúkraliðar komu á staðinn og gerðu að sárum hans og líðan hans er i samræmi við þessa áverka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -