Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Tímaritið People kallar Rúrik augnakonfekt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tímaritið People birtir lista yfir þá 39 leikmenn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem blaðamönnum finnst skara fram úr þegar kemur að kynþokka.

Það kemur líklega ekki á óvart að Rúrik okkar Gíslason er á listanum, en hann hefur vakið gríðarlega athygli á heimsmeistaramótinu. Eins og hefur verið sagt frá var Rúrik með um fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram fyrir mótið en er nú kominn yfir milljón fylgjendur. Rúrik er eini Íslendingurinn á lista People.

Sjá einnig: BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth.

Á honum eru einnig kunnugleg andlit eins og portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo. Það vekur hins vegar athygli að þýski markvörðurinn Manuel Neuer er einnig á listanum, en boltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason kvartaði mikið yfir fjarveru hans á kynþokkalistum á Twitter. Virðist Hjörvar hafa verið bænheyrðu af People.

Sjá einnig: Rúrik og Ragnar meðal kynþokkafyllstu leikmanna á HM.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá nokkra af þeim 39 knattspyrnumönnum sem People kallar augnakonfekt, en listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Diafra Sakho – Senegal

Dusan Tadic – Serbía

- Auglýsing -

Jose Carvallo – Perú

Manuel Neuer – Þýskaland

Mathew Leckie – Ástralía

Morteza Pouraliganji – Íran

Roman Burki – Sviss

Sam Morsy – Egyptaland

Sergio Aguero – Argentína

Kim Shin-Wook – Suður-Kórea

Aðalmynd / Skjáskot úr auglýsingu Coca Cola á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -