Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Persónuvernd segir Kára ekki þurfa sækja um leyfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sagði frá því í Facebook-færslu í gær að hann myndi ekki skima fyrir kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómi eins og hann hafði boðist til að gera til að hjálpa heilbrigðisyfirvöldum. Ástæðan er sú að framlag Íslenskrar erfðagreiningar yrði flokkað sem vísindarannsókn og þá þyrfti fyrirtækið að sækja um leyfi fyrir henni hjá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd.

En nú hefur Vísindasiðanefnd og Persónuvernd sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að Kári þurfi ekki að sækja um leyfi.

Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Að gefnu tilefni vilja Vísindasiðanefnd og Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Persónuvernd barst síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig Covid19-veiran hagar sér.

Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð.

- Auglýsing -

Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -