Sunnudagur 16. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Samherjabörn skutu tappa úr flösku en Suðurnesjamenn eru sárir VG

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista að þessu sinni.

Góð vika – Samherjabörnin

Óhætt er að segja að Samherjabörnin svokölluðu, þ.e. börn aðaleigenda Samherja, hafi komist í feitt í vikunni þegar feður þeirra, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristinn Vilhelmsson, framseldu nánast allan hlut sinn í félaginu til þeirra. Fengu börn Þorsteins Más 43% hlut og börn Kristins 41,5% hlut í félaginu og urðu þar með líklegast ríkustu „börn“ landsins. Á meðan Samherjabörnin skutu vafalaust tappa úr flösku, hefur gjörningurinn vakið blendin viðbrögð í samfélaginu og finnst mörgum ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir á milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafa gert. „Sumargjafir eru góður og þjóðlegur siður, að gefa börnum sínum sumargjafir en sumargjafir Samherjaeigenda til barnanna sinna eru kannski í stærri kantinum,“ benti Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á, á meðan fyrrverandi flokksbróðir hennar, utanflokksþingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson, sagði risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða „viðhalda ójöfnuði og stéttaskiptingu í samfélaginu“.

Slæm vika – Suðurnesjamenn

Suðurnesjamenn hafa verið í áfalli og öðrum hefur verið heitt í hamsi síðan Morgunblaðið sagðist hafa heimildir fyrir því að Vinstri græn hefðu lagst gegn því að ráðist yrði í allt að 18 milljarða framkvæmdir á vegum NATÓ í Helguvík. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, lýsti yfir vonbrigðum sínum með þessar fréttir og benti á að framkvæmdirnar gætu skapað fjölda starfa á Suðurnesjum, þar sem atvinnuleysi mældist nýlega 28% í Reykjanesbæ. „Því miður einnig enn eitt dæmið um eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokksins undir núverandi gervigrasrótarforystu hans og sem gólfmottudregill undir gamla vinstripólitíska ruslatunnusöngnum sem sunginn hefur verið alla tíð frá upprisu vestrænnar menningar,“ skrifaði Gunnar Rögnvaldsson, bloggari og yfirlýstur þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hafa Vinstri græn verið sökuð um að vilja ekki minnka atvinnuleysi á Suðurnesjum og jafnvel föðurlandssvik og landráð og sumir spyrja hvort ekki sé hreinlega orðið tímabært að leysa flokkinn frá störfum í núverandi ríkisstjórn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -