Laugardagur 2. nóvember, 2024
2.5 C
Reykjavik

Samtök verslunar og þjónustu segja nóg til af birgðum í landinu: „Engin ástæða til þess að hamstra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er engin ástæða til þess fyrir almenn­ing í þessu landi að hamstra mat eða aðrar nauð­synja­vörur til heim­il­is­ins.“ Þetta sagði Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu á blaða­manna­fundi í sam­hæf­ing­ar­stöð almanna­varna í Skóg­ar­hlíð í gær. Hann gat þess að til væru nægar birgðir af bæði inn­fluttum og inn­lendum mat í landinu.

Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að háflgert upplausnarástand hafi skapast í matvöruverslunum þar sem landsmenn hafi tekið til við að hamstra mat og aðra nauðsynjavöu. Umfjöllun um kórónaveiruna er talin eiga þátt í ástandinu.

Andrés kvaðst hafa heyrt ávinning af þessu og sagði Samtök verlsunar og þjónustu hvetja almenn­ing til að haga heimilisinn­kaupum sínum með eðli­legum hætti, annað sé ástæðulaust. Að sama skapi sé óþarfi að hamstra lyf í apó­tek­un­um, þar sem mikið sé til af lyfjum í land­inu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -