Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Segir að börnum ætti að vera bannað að spila Fortnite

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins hefur sterkar skoðanir á tölvuleiknum Fortnite.

Harry Bretaprins er þeirrar skoðunar að börn ættu aldrei að spila tölvuleikinn Fortnite. Harry flutti erindi um málið á ráðstefnu um geðheilbrigði í gær. Hann sagði að það væri óábyrgt að leyfa börnum að spila leikinn og að það ætti að banna það. Þetta kemur fram á vef Business Insider.

„Hver er ávinningur þess að leyfa þennan leik á heimilinu? Þetta er eins og að bíða eftir að skaðinn er skeður,“ sagði hann meðal annars.

Leikurinn Fortnite hefur náð miklum vinsældum síðan hann kom á markað árið 2017 og skráðir notendur eru um 250 milljónir, þar á meðal eru fjölmörg börn.

Harry hélt áfram og talaði um að tölvuleikir á borð við Fortnite ýttu undir tölvufíkn. „Fíkn sem heldur þér fyrir framan tölvuskjáinn. Þetta er óábyrgt.“

Þess má geta að sam­kvæmt Video Game Revolution VGR og fréttastofu ABC get­ur Fortnite verið jafn ávana­bind­andi og heróín og hafa margir sérfræðingar tjáð sig um málið og varað við leiknum.

Þar á meðal er banda­rísk­i tauga­sk­urðlækn­irinn Dr. Jack Kruse. Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu sem hann birti fyrir nokkrum mánuðum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -