Laugardagur 13. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Segir Donald Trump misnota vald sitt og ýta undir átök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta ýta undir átök og sundrungu.

Honum er misboðið vegna þess hvernig Trump kom fram við fólk sem tók þátt í friðsælum mótmælum í nágrenni við Hvíta húsið á mánudaginn. Þessu greindi hann frá í viðtali við The Atlantic magazine sem kom út í gær.

Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim mótmælum sem hafa brotist út víða um Bandaríkin vegna andláts George Floyd og er Mattis einn þeirra sem gagnrýnir forsetann. Hann segir Trump misnotavald sitt og ýta undir átök, hann bætti við að Trump gæti ekki einu sinni þóst reyna að sameina þjóðina. Mattis lýstir þá yfir stuðningi sínum við mótmælendur í viðtalinu.

Trump svaraði gagnrýni Mattis í færslu á Twitter og kvaðst hafa farið fram á uppsögn Mattis á sínum tíma. Hann sagði viðurnafn hans hafa verið „ringulreið“ og sagðist vera feginn að vera laus við hann.

Mattis lét af störfum árið 2018 þegar Trump ákvað að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Stillti sér upp með biblíuna eftir að táragasi var beitt á mótmælendur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -