Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Segir mikilvægt að horfa líka á töluna yfir þá sem er batnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, ræddi reiknilíkan sem tölfræðingar og vísindamenn við HÍ hafa þróað vegna faraldurs COVID-19 hér á landi.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir líkanið mikilvægt til að meta þróun útbreiðslu veirunnar og árangur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. „Þetta er mikilvægt tæki til að styðjast við til að sjá á hvaða leið við erum,” sagði Þórólfur. Hann segir líkanið koma sér vel til að losna við huglægt og tilfinningalegt mat.

Mikilvægt að horfa á „virk smit”

Thor nýtti tækifærið á fundinum til að benda á að mikilvægt sé að horfa ekki aðeins á heildarfjölda þeirra sem hafa smitast hér á landi heldur líka þann hóp sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af COVID-19. Hann talaði um að mikilvægt sé að horfa á „virk smit” en ekki einungis heildarfjölda smita.

Þess má geta að 82 einstaklingum er batnað eftir að hafa smitast af COVID-19. „Við viljum auðvitað sjá þessa tölu yfir þá sem er batnað hækka,” segir Thor.

Thor ræddi aldursdreifingu smitaðra. Hann segir aldurssamsetningu þeirra með greind smit vera okkur hagstæða núna. „Þeir sem hafa smitast á Íslandi eru tiltölulega ungir miðað við önnur lönd,” segir Thor. Hann segir mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir smit í eldri hópa þar sem hættan á að þurfa að leggjast inn á spítala vegna smits aukast verulega með aldrinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -