Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Starfsfólk Vinnumálastofnunar vinnur sig í gegnum stafla af umsóknum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hafa verið fleiri í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, en rúmlega 50.000 einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysistryggingar að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun. Þar segir að þessi mikla aukning á fjölda þeirra sem fá bætur hafi orðið á mjög skömmum tíma og því sé mikið álag á starfsfólki stofnunarinnar.

„Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að vegna mikils álags hefur afgreiðslutími lengst.

Þá er fólk hvatt til að leita upplýsinga á vef stofnunarinnar áður en það hefur samband í gegnum síma eða tölvupóst. „Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund.“

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, hefur áður hvatt fólk til að skoða Mínar síður og Spurt og svarað á heimasíðu stofnunarinnar áður en það hringir inn í þjónustuverið eða sendir tölvupóst. Á upplýsingafundi almannavarna þann 1. apríl sagði hún starfsmenn Vinnumálastofnunar fá á bilinu 700 til 800 fyrirspurnir í gegnum netfang stofnunarinnar á sólarhring.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -