Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Ragnari gjörsamlega misboðið: „Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spyr landsmenn hvernig Halldór Benjamín Þorbergssson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getir verið svona samviskulaus og ósanngjarn gagnvart almenningi. Honum er gjörsamlega misboðið yfir sjúklegum viðhorfum Halldórs sem tilheyri sértrúarsöfnuði íslenskra arðræningja.

Þetta kemur fram í færslu Ragnars á Facebook þar sem hann fer yfir málflutning Halldórs í viðtali Víglínunnar á Stöð 2 í gær þar sem hann hafi látið dæluna ganga gegn verkalýðshreyfingunni. „Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. En ætli það sé ekki best að byrja á því að spyrja hvernig talsmaður atvinnulífsins getur verið svo samviskulaus og ósanngjarn gagnvart vinnandi fólki, almenningi í landinu? Er þetta virkilega viðhorf atvinnulífsins? Nú þekki ég marga sem eiga eða stjórna fyrirtækjum og get sagt með vissu að þetta sjúklega viðhorf SA er ekki að finna í samtölum mínum þar. Þvert á móti finn ég fyrir mikilli samkennd og skilningi fyrir því hvað við í verkalýðshreyfingunni erum að gera og þeim markmiðum sem við viljum ná. Við erum ekki alltaf sammála um leiðir en markmiðin eru þau sömu. Að bæta lífskjör. Að skila betra samfélagi til afkomenda okkar. Ég þekki ekki þann stjórnanda eða eiganda fyrirtækis sem er á móti þessum markmiðum,“ segir Ragnar.

Ragnar segir ljóst að Halldór tilheyri nýrri kynslóð öfgafólks. Þegar tekinn er samanburður á íslenskum vinnumarkaði við þann norræna kemur sá íslenski ekki vel út. „Á norðurlöndunum ríkir ákveðið traust á milli stjórnmála, fjármálakerfisins, atvinnulífs og verkalýðshreyfingarinnar. Traust sem byggir á virðingu, samkennd og ábyrgð. Traustið er tekið alvarlega, almenningsálitið skiptir öllu. Traust sem verður að vera milli almennings og þeirra sem fara með völdin. Þessu er ekki fyrir að fara á íslenskum vinnumarkaði. Traust til stjórnmálanna skrapar botninn í íslensku samfélagi og virðing fyrir vinnandi fólki er engin. Og ekki er farsinn á enda því Halldór Benjamnín og sértrúarsöfnuður hans halda nú launavísitölunni á lofti sem hið heilaga gagn sem staðfesti brjálsemi og sturlun verkalýðshreyfingarinnar og vegferð,“ segir Ragnar og bætir við:

„Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að. Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn. Ég hef reynt að temja mér hófsemi í orðalagi og einbeitt mér frekar að tölum og staðreyndum. En nú er mér svo misboðið að ég á orðið erfitt með að greina fyrir hvað eða hverja málflutningur SA stendur. Það eina sem mér dettur í hug er Sértrúarsöfnuður Arðræningja.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -