Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Starfsmaður HSA smitaður og 14 samstarfsmenn í sóttkví

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórtán starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) eru nú í sóttkví eftir að einn starfsmaður HSA greindist með COVID-19 í gær. Þessu er greint frá á austurfrett.is.

Þar er haft eftir Guðjóni Haukssyni, forstjóra stofnunarinnar, að stofnunin sé vel undirbúin og að öryggi sjúklinga sé tryggt.

Smitrakningarteymi hefur verið að störfum síðan smitið kom upp og segir Guðjón þeirri vinnu miða vel áfram. Alls eru 17 einstaklingar í sóttkví vegna smitsins, þar af eru 14 sem vinna á HSA.

„Sumir geta unnið heima og gera það. Við fylgjumst með hvort einkenni koma fram hjá þeim og bregðumst við ef þarf,“ segir Guðjón í samtali við Austurfrétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -