2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stillti sér upp með biblíuna eftir að táragasi var beitt á mótmælendur

Í ræðu sinni í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist Donald Trump Bandaríkjaforseti vera komin með nóg af mótmælum og óeirðum. Hann sagði það vera hlutverk sitt að vernda bandarísku þjóðina fyrir þeim mótmælendum sem hann kallaði „anarkista“.

Trump tók fram að honum væri misboðið vegna dauða George Floyd sem lést í haldi lögreglu þann 25. maí en sagði nóg komið af mótmælum.

Trump hótaði að kalla herinn út til að ná stjórn á mótmælum sem hafa brotist út víða um Bandaríkin og greindi frá því að hann hefði mælt með við ríkisstjóra nokkurra ríkja að beita hervaldi. Síðan þá hafa nokkrir ríkisstjórar stigið fram og sagst hafna þessum tillögum Trumps um að nota herinn til að stöðva mótmæli.

Trump sagði forsprakka mótmælenda geta átt langa fangelsisvist yfir höfði sér.

AUGLÝSING


Á meðan Trump ávarpaði þjóðina beittu lögregluþjónar táragasi á hóp mótmælenda við Hvíta húsið og St. John’s kirkjuna sem stendur við Hvíta húsið. Trump gekk rakleiðis í kirkjuna eftir ávarpið og gaf sér ekki tíma til að svara spurningum blaðamanna. Þar stillti hann sér upp fyrir ljósmyndara með biblíu í hönd.

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur við Hvíta húsið í gær. Mynd / EPA

Mynd / EPA

Mynd / EPA

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is