Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hóta Bjarna Ben öllu illu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vertu tilbúinn að fá þennan bursta inn í þig,” segir meðal annars í athugasemdum við tíst Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann segir þvottaburstann vera fyndinn en ekki móðgun.

„Þú ert búinn að vera. Þú abbaðist upp á ranga aðila og nú er orðið of seint.” segir í einni athugasemdinni meðan annar skrifar: „Engin miskunn verður sýnd.”

Sjá Einnig: Bjarni gerir lítið úr reiði Tyrkja: „Dálítið fyndið en ekki móðgun“

„Við munum skera rassinn þinn í Tyrklandi” segir reiður stuðningsmaður Tyrklands og bætir við að þeir „muni sænga hjá konunum þínum.” Erfitt er að segja til um hvort hann sé að ávarpa íslensku þjóðina, landsliðið eða hann telji einfaldlega að Bjarni stundi fjölkvæni. 

Ótal stuðningsmenn landsliðsins í Tyrklandi hafa sett inn athugasemd við færslu Bjarna og margir þeirra hótað sömu framkomu þegar íslenska landsliðið keppir á móti því tyrkneska þar í landi. Leikurinn í Tyrklandi mun fara fram í nóvember næst komandi.

Þá hafa margir deilt mynd af íslenska fánanum þar sem búið er að koma fyrir klósettbursta í sama lit.

Íslenski fáninn skreyttur með klósettbursta

Utanríkisráðherra Tyrklands ósáttur við Íslendinga 

- Auglýsing -

Leikmenn tyrkneska landsliðsins biðu í þrjár klukkustundir áður en þeir komust að vegabréfaeftirlitinu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá var gerð ítarleg leit í farangri leikmannanna. Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, hefur fordæmt meðferðina og segir hana óásættanlega og ekki í takt við góð samskipti milli ríkja. Þá segir hann stjórnvöld ætla að gera hvað þau geta til að fara í saumana á málinu.

Í biðsal Leifsstöðvar nálguðust fréttamenn landsliðsfyrirliðann Emre Belözoglu. Á myndbandi, sem TRT Spor birti á Twitter, sést ónefndur aðili rétta út þvottabursta í stað hljóðnema. Stuðningsmenn Tyrkja eru ekki par sáttir við uppátækið og sumir þeirra fullyrt að um klósettbursta sé að ræða. Þeir líta á gjörningin sem gríðarlega móðgun við fyrirliðann og þjóðina. Þá hafa margir skilið eftir athugasemd á Facebook-færslu KSÍ.

Eigandi þvottaburstans ekki íslenskur fréttamaður

- Auglýsing -

Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa nú fundið eiganda þvottaburstans. Krampon Sports tísti skjáskot af Facebook síðu mannsins. Þar segir að maðurinn sé belgískur ferðamaður og heiti Corentin Siamang. Samkvæmt DV herja Tyrkir nú á Facebook síðu hans og senda meðal annars myndir af Erdogan. Hatrið sem Íslendingar hafa fengið síðustu 12 tímana, mun líklega koma til með að minnka fyrir vikið.

Landsleikur milli Tyrklands og Íslands fer fram á morgun, 11. Júní, á Laugardalsvelli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -