Sunnudagur 16. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Tæplega helmingur hlynntur Borgarlínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tæplega helmingur svarenda í skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins er hlynntur Borgarlínu, en tæpur þriðjungur segist mótfallinn henni. Meiri stuðningur er við Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

„Í stuttu máli er ég bara mjög ánægður með þennan sterka stuðning. Þetta er mikilvægt veganesti inn í næsta tímabil Borgarlínunnar sem er framkvæmdatímabil,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um niðurstöður nýrrar skoðunarkönnuar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Samkvæmt henni er tæplega helmingur svarenda fylgjandi Borgarlínu, en tæpur þriðjungur mótfallinn henni. Könnunin náði til fólks um land allt.

Stuðningurinn er langmestur í Reykjavík. Þar voru 57 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni hlynntir Borgarlínu, en tæp 29 prósent andvígir henni. Næstmestur stuðningur er í Kópavogi en þar er rétt rúmur helmingur hlynntur en rúmur fimmtungur andvígur. Í Hafnarfirði er tæpur helmingur hlynntur og tæpur fjórðungur andvígur. Andstaðan er mest á Seltjarnarnesi. Þar eru sex af hverjum tíu mótfallnir Borgarlínu.

Þá eru konur hlynntari henni en karlar og yngra fólk er meira fylgjandi henni heldur en eldra. Minni stuðningur er við Borgarlínu á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -