Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Taka þarf ákvörðun um hvar og hvernig sóttvarnarhús verður rekið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlendir ferðamenn sem reynast smitaðir af COVID-19 við komu til Íslands þyrftu að hafa aðgang að sóttvarnarhúsi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um skimun ferðamanna fyrir COVID-19 á Keflavíkurflugvelli.

Í kafla skýrslunnar um smitrakningu og þjónustu við smitaða ferðamenn segir að þörfin á áframhaldandi rekstri sóttvarnahúss, húsnæðis einstaklinga í einangrun með staðfestan sjúkdóm, sé brýn og taka þurfi ákvörðun um staðsetningu til lengri tíma. Þá segir að það sé óraunhæft að ætla að einstaklingar með staðfest smit dvelji á hótelum víða um landið.

Íslenska ríkið tók Íslands­hót­el á Rauðar­ár­stíg í leigu í lok fe­brú­ar og rak þar farsóttarhús en síðustu sjúklingarnir voru útskrifaðir þaðan 13. maí. Farsóttarhúsinu var því lokað um miðjan maí.

Ekki hægt að skylda ferðamenn til að sækja appið

Í skýrslunni segir einnig að öflug smitraknin sé skilyrði fyrir að hægt sé að opna landið aftur. Að mati hópsins er nauðsynlegt að smitrakningarteymi almannavarna sinni áfram öflugri vinnu og að ráðist verði í frekari þróun á smáforritinu Rakning C-19.

Hópurinn segir að ferðamenn ættu að vera hvattir til að sækja forritið en að ógerlegt sé að slíkt verði skylt eða skilyrði fyrir komu til landsins. „Byggist sú afstaða hvoru tveggja á sjónarmiðum um persónuvernd og að eftirfylgni með slíkri skyldu væri ógerleg,“ segir í skýrslunni.

- Auglýsing -

Í skýrslunni segir einnig að mikil ábyrgð muni hvíla á fyrirtækjum í ferðaþjónustu og því þurfa kröfur til þeirra að vera skýrar og afdráttarlausar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir,“ segir í skýrslunni sem má sjá í heild sinni hérna. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -