Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Þakklátur viðmótsbreytingu gagnvart heimilislausum: „Finna meðbyr með samfélaginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus karlmaður í Reykjavík, hefur birt nýtt myndskeið á fésbókarsíðu sinni. Þar þakkar hann fylgjendum sínum fyrir stuðninginn og útskýrir hvernig opinberanir hans og ákall eftir aðstoð hafi skilað sér í viðmótsbreytingu í samfélaginu: „Við vorum til dæmis í bílakjallara í gær og sátum eitthvað þar inn og það kom bara „venjulegt fólk“ og labbaði í gegn.“ Hann útskýrir hvernig fyrra viðmóta hafi verið að brjálast og að tilkynna þau til lögreglu en þessir einstaklingar höfðu sagt: „Ekkert mál elskurnar, sitjið bara þarna áfram“.

Ragnar lýsir stolti yfir því að vera Íslendingur og þakklæti yfir samstöðunni sem hann lýsir sem áþreifanlegri þegar á reynir. „Strákar sem bara hafa upplifað skömm og ógeð allt sitt líf, fara allt í einu að finna meðbyr með samfélaginu,“ segir Ragnar og lýsir hamingjunni sem skín frá andlitum félaga sinna.

Meðvitaður um að hans barátta eigi ekki eftir að fella pólitíkusa eða hafa umtalsverð áhrif á kerfið að þá býður hann samfélaginu að koma með sér í tíma meðbyrs og jákvæðni. „Ef einhverjir geta þetta þá erum það við Íslendingar,“ segir hann. Ragnar viðurkennir að fyrri myndskeið, sem hann hefur gefið út, hafi verið lituð af reiði og fyrir það hafi hann fengið á sig réttmæta gagnrýni: „Og ég skil það alveg,“ segir hann og útskýrir að hann vilji ekki dansa á einhverri línu sem túlka megi eins og hann sé að heimta allt fyrir ekkert. Hann vilji einblína á jákvæða orku og bætir við: „Takk fyrir að vera svona frábært, þið þarna út“.

Ragnar Erling bendir í lokin á að upphafið að endanum sé að takast á við fíknivandann en hann sé sá vandi sem herji á alla hópa samfélagsins og þar með hann snerti okkur öll.

Myndskeið Ragnar má sjá hér að neðan:

Heimilislausum gert að yfirgefa gistiskýlin í blindbyl: „Sýndarmennska að hálfu borgarinnar“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -