Sunnudagur 16. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Þegar ég söng í jarðarför eiginkonu hans var annar tónn í honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Una Stef spyr hvort fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi listsköpunar.

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um atvinnuleysi sem skapast hjá íslenskum listamönnum í kórónaveirufaraldrinum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagði í vikunni að tveggja metra reglan eigi að gilda að minnsta kosti til áramóta og í kjölfarið lýstu margir listamenn yfir áhyggjum sínum. Bubbi Morthens er einn þeirra og sagði regluna þýða nánast algjört atvinnuleysi fyrir sig og margir listamenn tóku undir með honum.

Atvinnuleysi listamanna sem blasir við vegna veirufaraldursins hefur vakið mikla umræðu í þessari viku og hefur margt fólk tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum vefmiðla. Sumir hafa gert lítið út vandamálinu og eins og tónlistarkonan Una Stef bendir á hafa sumir netverjar sagt listamönnum að fá sér „alvöru vinnu“.

Una Stef birti færslu á Twitter um málið.

- Auglýsing -

„Kannast við einn virkan í athugasemdum sem er að tjá sig um að tónlistarmenn séu vælukjóar yfir því að vera svo gott sem atvinnulausir út árið og við ættum að fá okkur alvöru vinnu (classic). Þegar ég söng í jarðarför eiginkonu hans var annar tónn í honum,“ skrifar hún meðal annars. Hún segir þennan tiltekna mann hafa verið þakklátan fyrir framlag tónlistarmanna á meðan á jarðarförinni stóð.

Una spyr hvort fólk geri sér almennt ekki grein fyrir að listamenn taki að sér fjölbreytt verkefni. „Fattar fólk ekki að flestir tónlistarmenn vinna við alls konar? Ég t.d sem, gef út, spila tónleika, kem fram á böllum, bryllup, jarðarfarir…en í hans augum er ég bara atvinnulaus aumingi.“

Hún segir starf sitt ekki vera hobbí og bendir á mikilvægi tónlistar á tímamótum í lífi fólks, svo sem í jarðarförum, brúðkaupum og skírnum.

- Auglýsing -

Færslu Unu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -