Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði eftir að fyrsta plata hennar, Hvað ef, sló hressilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum. Tilviljun olli því að hún fetaði tónlistarbrautina eftir að annar framtíðardraumur varð að engu.

Guðrún prýðir forsíðu Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Guðrún ætlaði sér ekki að verða tónlistarkona heldur atvinnufótboltakona þegar hún var yngri. Slitin krossbönd bundu enda á þann draum og það var ekki fyrr en þá sem Guðrún hellti sér af fullum krafti út í tónlistina með þessum glæsilega árangri.

„Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn.“

„Ég ætlaði mér alltaf að komast í nám út til Bandaríkjanna á skólastyrk út á fótboltann. Ég hafði í rauninni ekki annað markmið á þeim tíma. Rétt áður en ég byrjaði í menntaskólanum sleit ég hins vegar krossband í fætinum og gat ekki spilað um tíma. En ég fór í aðgerð og stefndi alltaf á að koma aftur inn í fótboltann því ég hafði svo mikinn metnað. Stuttu eftir að ég komst aftur að spila gerðist það sama aftur og ég þurfti í aðra aðgerð. Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn,“ segir Guðrún meðal annars í viðtalinu.

Ekki missa af Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -