Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Þessi franska skautadrottning skautaði við Beyoncé og vann hjörtu heimsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Franska skautadrottningin Maé-Bérénice Méité sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir stuttu. Maé-Bérénice sigraði ekki keppnina, en hún vann hins vegar hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með atriði sínu.

Þessi 23ja ára skautadrottning var í fyrsta lagi ekki í hefðbundnum búning. Hún klæddist svörtum leggings í atriði sínu, en algengara er að sjá konur sem keppa í þessari íþrótt í pilsum. Í öðru lagi skautaði hún við Beyoncé-lögin Halo og Run the World (Girls), en ekki er mikil hefð fyrir því að skautað sé við þekkt popplög.

Tístarar létu ekki á sér standa og tístu í gríð og erg um hve mögnuð Maé-Bérénice væri.

„Maé-Bérénice Méité frá Frakklandi skautaði Í BUXUM og endaði Beyoncé-syrpuna sína á Run the World (Girls). Stelpa, þú ert Ólympíuhetja,“ skrifaði einn Twitter-notandi.

„Mér er sama hvernig henni gengur, en að Maé-Bérénice Méité sé í buxum og að skauta við Beyoncé er kraftmikið,“ skrifaði annar.

Maé-Bérénice Méité heillaði ekki dómarana og fékk 46.62 stig sem setti hana beint í níunda sætið.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá sum viðbragðanna við atriði hennar á Twitter:

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -