Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Þórdís Karen fékk Covid tvisvar og er undrandi: „Hélt ég að það væri ekki hægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Karen Þórðardóttir barþjónn er ein af 15 Íslendingum sem hafa fengið Covid tvisvar. „Auðvitað var mér brugðið þegar ég áttaði mig á því að ég væri aftur komin með Covid-19, enda hélt ég að það væri ekki hægt, sérstaklega í ljósi þess að mælingar síðastliðið vor bentu eindregið til þess að ég væri komin með mótefni gegn veirunni,“ segir Þórdís Karen við Fréttablaðið í dag.

Frekar slöpp

Hún veiktist í september í fyrra og svo aftur í síðasta mánuði. Hún hafði ekki verið bólusett. Nýverið fór hún í skoðun þar sem í ljós kom að hún hafði myndað mótefni gegn veirunni. „Það vill enginn fá þetta tvisvar, hvað þá þrisvar,“ segir hún. Hún segir frá því í Fréttablaðinu að veikindin í september hafi reynt mikið á hana. Í tvær vikur var henni þungt fyrir brjósti, með köfnunartilfinningu og missti bragð- og lyktarskyn. Hún fékk bragð- og lyktarskynið fljótt á ný eftir veikindin og var tiltölulega fljót að ná sínu fyrra atgervi. En þeim mun meira var áfallið þegar hún greindist aftur með Covid-19. Seinni veikindin voru léttbærari. Hún sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa verið „frekar slöpp í fjóra til fimm daga og missti hvorki bragð- né lyktarskynið“. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -