• Orðrómur

Þórhildur Sunna og Rafal eignuðust dreng: Hefur strax fengið nafn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn skeleggi þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og unnusti hennar, Rafal Orpel eignuðust heilbrigðan son rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Drengurinn hefur þegar fengið nafn og heitir Antoni Örn Orpel.

Fæðingin gekk eins og í sögu og segir Þórhildur Sunna að Antoni hafi legið nokkuð á að komast í heiminn. Þá heilsast móður og barni vel og eru foreldrarnir himinlifandi og ástfangin.

Þórhildur greinir frá þessum miklu gleðitíðindum fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum.

- Auglýsing -

„Drengur er fæddur.

Antoni Örn Orpel kom á fleygiferð í heiminn rétt fyrir miðnætti í gær. Antoni fæddist heima hjá sér og hefur haft það náðugt með okkur yfir sig ástföngnum foreldrunum síðan. Okkur mæðginum heilast vel. Allt er eins og það á að vera,“

segir Þórhildur Sunna fyrir hönd foreldranna á Facebook fyrr í kvöld og hefur parið vart undan að taka við hamingjuóskum sem rigna yfir parið á síðu Þórhildar Sunnu.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -