Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Þorvaldur um skjálftahrinuna á Reykjanesi: „Erum komin á þann stað sem við vorum á fyrir 800 árum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mann grunar að það sé kvikuhreyfing sem veldur þessari hreyfingu eins og var fyrir helgi. Þarna gaus reglulega á árunum 1210-1240,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Skjálftahrina hófst rétt undan Reykjaneshrygg síðastliðinn á föstudag; mældust um sextíu skjálftar á afar skömmum tíma; var stærsti skjálftinn 3,7 að stærð; upptök skjálftanna er að finna um 4 til 5 kílómetra vestur af Reykjanestá.

Eldgosið í Geldingadölum á meðan allt var í fullu fjöri.

Þorvaldur segir að ef öskugos kemur upp á Reykjanestánni megi búast við að það hefði áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.

Hann segir breyttan raunveruleika blasa við; líkur séu á að eldsumbrotatímabil sé hafið á Reykjanesi.

Þorvaldur nefnir að nokkur svæði séu þekkt frá síðustu Reykjaneseldum; eitt þeirra er við Valahnúkamöl, sem er frekar vinsæll útsýnisstaður fyrir ferðalanga:

Valahnúkamöl á Reykjanesi.

„Ef við fáum öskugos þar og suðvestanátt þá er vert að hafa það í huga að flugvöllurinn er í næsta nágrenni og hann mun nær örugglega verða fyrir áhrifum af gosi. Það er því ljóst að við þurfum að vera sívakandi fyrir öllu þessu svæði þar sem víða er atvinnustarfsemi svo ekki sé minnst á íbúðabyggð og mannvirki. Þetta er annar raunveruleiki en hefur verið. Við erum komin aftur á þann stað sem við vorum fyrir 800 árum,“ sagði Þorvaldur í samtali við mbl.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -