Laugardagur 2. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Þrír karlmenn í gæsluvarðhald – Lagt hald á 11 kg af amfetamíni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír karlmenn voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 25. maí, í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á umfangsmiklu máli er snýr að skipulagðri brotastarfsemi.

Lagt hefur verið hald á rúmlega 11 kg af amfetamíni, en það fannst við húsleit í fjölbýlishúsi í umdæminu. Lögreglan hefur einnig tekið í sína vörslu töluvert af búnaði, sem talið er að hafi verið notað við framleiðsluna, og fjármuni, en nokkrar húsleitir hafa verið framkvæmdar vegna málsins. Söluvirði fíkniefnanna (fullunnið) er talið vera um 70 milljónir króna.

Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglan minnir á upplýsingasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -