Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þrjár spurningar sem þú verður að spyrja um tilvonandi maka að mati Obama

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gefur góð ráð um ástarlífið, ef marka má nýju bókina Yes We (Still) Can eftir Dan Pfeiffer, sem var náinn samstarfsmaður Obama þegar hann var forseti.

Í bókinni lýsir hann síðasta degi þeirra félaga í Hvíta húsinu þegar Dan var að ræða við Obama um framtíðarplönin sín og að hann ætlaði að flytja inn með kærustu sinni Howli Ledbetter.

„Þannig að þið ætlið að flytja inn saman? Er þetta sú eina rétta?” spurði Obama samstarfsmann sinn. Þegar hann sagði já, sagði þessi fyrrverandi forseti að Dan þyrfti að spyrja sig þriggja spurninga áður en hann tæki svo veigamikla ákvörðun.

„Finnst þér hún áhugaverð? Þú átt eftir að eyða meiri tíma með þessari manneskju en nokkrum öðrum til æviloka og það er ekkert mikilvægara en að vilja alltaf heyra hvað hún hefur að segja um hlutina,” var spurning númer eitt sem Obama bar upp. Í öðru lagi spurði hann Dan hvort Howli fengi hann til að hlæja. Þriðja spurningin var síðan varðandi barneignir.

„Ég veit ekki hvort þú vilt eignast börn, en ef þú vilt það – heldurðu að hún verði góð móðir?”

- Auglýsing -

Dan svaraði öllum spurningum forsetans fyrrverandi játandi.

„Howli er mjög áhugaverð og fyndnari en ég og hún verður stórkostleg móðir,” sagði Dan og Obama var hæstánægður með svarið.

„Það hljómar eins og hún sé sú eina rétta. Heppinn þú.”

Svo fór að Dan og Howli gengu í það heilaga í október árið 2016, en þess má geta að Obama sjálfur hefur verið kvæntur Michelle í tæp 26 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -