Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

„Tóm tjara“ að tryggja ekki framtíð ferðaþjónustunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég settist niður í gær og beið spenntur eftir útspili stjórnvaldi til handa fyrirtækja sem lent hafa í skakkaföllum vegna tíðnefnds Covid faraldurs. Þegar útsendingu lauk var ekki laust við að manni féllust hendur. Ekki var minnst svo mikið sem einu orði á stærstu atvinnugrein landsins.“ Þetta skrifar Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures á Facebook.

Hann segir ferðaþjónustuna vera dýrmæta atvinnugrein sem hefur skapað mörg störf og miklar tekjur í þjóðarbúið undanfarin ár. Hann varð vonsvikinn þegar ríkisstjórnin kynnti næsta aðgerðapakka vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins.

Hann segir Arctic Adventures hafa varið háum fjárhæðum undanfarið í að taka á móti um 550 þúsund farþegum. „Heildarfjöldi starfsmanna var, þegar mest á lét, á fjórða hundrað.“ En núna er framtíðin óljós að sögn Styrmis.

Ljós við enda ganganna

Hann segir frá því að hann verður var við að ferðamenn séu áfram spenntir að heimsækja Ísland þegar faraldurinn er yfirstaðinn og þess vegna sé mikilvægt að tryggja að ferðaþjónustan lifi þetta tímabil af.

„Það sem af er apríl mánuði hafa 109 þúsund áhugasamir ferðamann skoðað heimasíður okkar. Þetta bendir óneitanlega til þess að það sé í raun ljós við enda ganganna, en ljósið eitt og sér er ekki nóg þangað þarf að komast. Allt tal um uppbyggingu Íslensks efnahagslífs án þess að tryggja blómlega ferðaþjónustu þegar að covid krísunni líkur, er á mannamáli, tóm tjara.“

- Auglýsing -

Hann segir fólk sem starfi innan ferðaþjónustunnar nú skora á ríkisstjórnina að endurskoða málin. „Vilji Íslendingar tryggja bestu lífskjör heims, þarf að tryggja að sú atvinnugrein sem þau lífskjör hefur skapað verði til staðar þegar yfir líkur. Við í ferðaþjónustunni köllum eftir því að þeir einstaklingar sem að nú taka hinu stóru ákvarðanir, átti sig á því hvað er í húfi fyrir heimilin í landinu, það eru jú þau sem hagnast mest þegar vel árar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -