Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Fundur Ásmundar og Lífs án ofbeldis – „Hagsmunir barna í þeirra eigin málum trompi allt annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stjórnarkonur Lífs án ofbeldis áttu fund með Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra nú í morgun, þar sem rædd voru sameiginleg markmið sem varða hagsmunagæslu barna í heimilisofbeldismálum,“ segir í yfirlýsingu sem Líf án ofbeldis sendi frá sér í dag.

„Ráðherra lagði mikla áherslu á að hagsmunir barna í þeirra eigin málum trompi allt annað. Ljóst er að brennandi áhugi er í ráðuneytinu á að gera miklu betur við að efna skuldbindingar stjórnvalda um að setja hagsmuni barna ávallt í forgang, skýra verkferla og skerpa á þeim lögum sem eru á forræði ráðuneytisins.  Á fundinum voru ræddar þær brotalamir sem Líf án ofbeldis sér kerfisbundið í málum barna sem koma úr heimilisofbeldi, dæmi um mæður sem hafa þurft að flýja land með börnin sín, börn sem fá ekki áheyrn í kerfinu.“ Þá kemur fram að fundargestir hafi verið sammála um nauðsyn samspils milli barnaverndarlaga annars vegar og barnalaga hinsvegar þegar kemur að ákvörðun í forsjár- og umgengnismálum, þar sem fyrir liggur rökstuddur grunur um ofbeldi gegn barni og nákomnum.

„Samtökin fyrir hönd þolenda ofbeldis, treysta því að dómsmálaráðherra, sem er í forsvari fyrir barnalög, muni stíga öll nauðsynleg skref í þessa sömu átt að hagsmunum barna, þegar kemur að þessum umfangsmikla málaflokki sem sannarlega varðar líf og heilsu barna til framtíðar.  Líf án ofbeldis fagnar því að samtalinu sé komið á við mennta- og barnamálaráðuneytið og mun í framhaldinu halda áfram að upplýsa barnamálaráðherra um reynslu brotaþola heimilisofbeldis af kerfinu svo hún nýtist til úrbóta í þeirri vinnu sem er fyrir höndum í ráðuneytinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -