Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Uppsagnir hjá DV – Nýr ritstjóri kynntur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minnst átta starfsmönnum var sagt upp störfum hjá DV í dag, bæði í hópi blaðamanna og sölumanna. Um er að ræða fimm blaðamenn hið minnsta samkvæmt heimildum Mannlífs.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, sem tók við sem ritstjóri DV í maí í fyrra, mun hætta störfum og verður nýr ritstjóri DV kynntur í dag eða á morgun.

Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku samruna Torgs ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem gefur út DV, en tilkynnt var um kaup Torg 13. desember í fyrra.

Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Torgs á DV

Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni.

Í janúar var fimm starfsmönnum sagt upp hjá DV, og hafði Mannlíf þá heimildir fyrir því að Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri DV, væri á útleið, hann er þó enn í starfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -