Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Uppsagnir hjá Eimskip

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eimskip hefur sagt upp 39 manns hér á landi vegna hagræðingar og skipulagsbreytinga.

„Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálf­virknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir. Við sjáum ekki fyrir okkur frekari aðgerðir af þessari stærðagráðu í nánustu fram­tíð,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri félagsins í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stöðugildum fækkar hjá félaginu um 73 á heimsvísu og eru þar af 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir eru 55 talsins og þar eru 39 á Íslandi. Fækkun stöðugilda nær til flestra starfshópa fyrirtækisins þar með talið til stjórnenda. Laun forstjórans lækka um tíu prósent.

„Á sama tíma og við ráðumst í þessar sársaukafullu aðgerðir hef ég óskað eftir því við stjórn félagsins að lækka laun mín um 10% og þannig sýna í verki að þessar hag­ræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu,“ segir Vilhelm.

„Við erum mjög meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis í flutningaþjónustu á vörum til og frá landinu og í dreifingu innanlands og við munum halda uppi okkar góða þjónustustigi áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -