Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Útbreiðsla og aðgerðir Covid-19 í nokkrum löndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útbreiðsla Covid-19 kórónaveirunnar um heiminn er víða hröð þó svo að enn séu nokkur lönd með engin tilfelli. Gripið er til mismunandi aðgerða eftir löndum og ástandi. 

 

Í Póllandi hefur verið ákveðið að loka öllum leikskólum og skólum í landinu frá og með næsta mánudegi en eins og staðan er núna er lagt upp með að lokunin verði í tvær vikur. 26 tilfelli hafa verið greind í landinu þegar þetta er skrifað. 

Í gær leit út fyrir að dregið hefði úr smitum í Suður-Kóreu en sú staða breyttist í dag þegar 242 tilfelli greindust á móti 35 tilfellum í gær. Tilfellin í landinu eru því komin upp í 7755 og 62 dánartilfelli. 

Í Berlín og víðar í Þýskalandi hefur verið sett á samkomubann á viðburði með yfir 1000 manns en þriðja dauðsfallið var tilkynnt þar í landi, bannið á að gilda þar til á páskum. 

Landamærum að Ítalíu frá Sviss hefur víða verið lokað en það er gert til að reyna að hægja á útbreiðslu veirunnar.

Kort Le Figaro sem sýnir útbreiðsluna í Frakklandi.

Í Frakklandi hafa nú verið greind 1748 tilfelli en þess má geta að menningarmálaráðherra Frakklands, Franck Riester hefur verið greindur með Covid-19 veiruna. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá útbreiðsluna í Frakklandi á skýru korti sem franski miðillinn Le Figaro heldur úti. 

- Auglýsing -

Sjá einnig: Samkomubann á allri Ítalíu vegna veirunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -