Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Útivist fyrir alla fjölskylduna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið er handan við hornið og trúlega margir farnir að skipuleggja fríið með fjölskyldunni. Afþreyingarmöguleikar barna eru óteljandi og þurfa ekki að kosta mikið þegar farið er í orlofið, hvort sem um er að ræða innan- eða utandyra.

Fjársjóðsleit við fjöruborðið

Umhverfið er vissulega vettvangur flestra ævintýra en fjársjóðsleit getur verið framkvæmd á hvaða stað sem er. Leit að hreiðrum eða býflugnabúum er ávallt kveikja að forvitni ungra leiðsögubarna sem og viðráðanlegar gönguferðir, veiðivötn eða hvers kyns náttúrurannsóknir.

Skeljaleit við fjöruborðið eða nestisferðir á róluvöllinn, leit að litlum læk eða fallegum fossi þar sem fullorðna fólkinu gefst færi á að skálda sögur um liðna atburði í ævintýralegu umhverfi slá svo alltaf í gegn.

Flestum börnum þykir gaman að safna ormum og veiða hvort sem um er að ræða síli eða stærri fiska en vissulega þarf fullorðinn forráðamaður að vera með í för hvort sem um er að ræða við hafnarbakkann eða stöðuvatnið.

Fallegar gönguleiðir

- Auglýsing -

Víða eru fallegar gönguleiðir sem gaman er að rölta í rólegheitum eða taka keppni í hver er fyrstur að næsta tré. Innan um trén er svo oft hægt að finna spennandi króka og kima sem bjóða upp á sögustund og nestispásu.

Tjaldað í garðinum

Úrval útileikja er auðvitað ótæmandi en kubbur, frisbí og snú snú að ógleymdum boltaleikjum missa aldrei gildi sitt. Börnum finnst jafnframt merkilega gaman að tjalda í garðinum og halda garðveislur þar sem hægt er að gera fjölbreyttar tilraunir með bragðtegundir í klakavatni, svo dæmi sé tekið.

- Auglýsing -

Skemmtileg samvera

Upp, upp, upp á fjall. Og niður aftur. Það þarf ekki einu sinni að fara alla leið upp á topp. Fjallganga snýst líka um samveruna og útiveru í frísku lofti.

Sápukúlur í sundi

Víða um land má finna náttúrulaugar ásamt hinum sígildu sundlaugum landsins sem missa aldrei gildi sitt – þótt auðvitað sé mikilvægt að muna tveggja metra regluna . Heita potta er jafnframt að finna við flesta betri sumarbúðstaði landsins en nær óhætt er að fullyrða að flestir krakkar sæki í slíka afþreyingu. Með kúta við hæfi og sólarvörn, sé því að skipta, eru börnin klár í góðan leik meðan foreldrarnir geta teygt úr sér í sólinni eða grillað steikina áhyggjulaus. Sápukúlur og vatnsblöðrur gera svo upplifunina enn betri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -