Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Útnefnir ráðherra sem óvin Vestfjarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frestun á framkvæmdum við Hvalárvirkjun í Árneshreppi hefur farið illa í virkjanasinna á Vestfjörðum. Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokks segir „athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum óvina Vestfirðinga“. Þetta kemur fram í aðsendri grein hans á vefmiðlinum bb.is.

Magnús Reynir fullyrðir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hafi stýrt aðförinni gegn Vestfjörðum frá skrifstofu sinni. Þá kallar hann Tómas Guðbjartsson athyglissjúkan „hjarta-og barkalækni sem skálað hafi í kampavíni þegar hann hafi talið sig hafa unnið orrustu við hreppsnefnd og íbúa Árneshrepps.

„Þjóðgarðaæði ráðherrans er löngu komið út yfir öll velsæmismörk.”

Tómas hefur verið óþreytandi í baráttu sinni gegn virkjuninni. Aðra náttúruverndarsinna kallar Magnús „öfga-og yfirgangsmenn, sem flestir búi á höfuðborgarsvæðinu. Telur Magnús að Landvernd, undir forustu umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, hafi stöðvað virkjunina með kæruæði sem fjármagnað hafi verið úr sérsjóðum umhverfisráðuneytisins. Ráðherrann hafi með þessu sýnt í verki hug sinn til íbúa Vestfjarða. „Nýjasta hugmynd hans er nú, að því er virðist, eftir frestun framkvæmda við Hvalárvirkjun, að gera alla Vestfirði að þjóðgarði. Þjóðgarðaæði ráðherrans er löngu komið út yfir öll velsæmismörk og íbúar og margir þingmenn Norðurlands og Suðurlands munu t.d. ekki samþykkja frumvarp hans um risaþjóðgarð á hálendinu í óbreyttri mynd”.

Greinarhöfundur spáir því að  Framsóknar-  og Sjálfstæðismenn muni heldur vilja stjórnarslit, en láta  umhverfisráðherra Vinstri grænna ráða för í þessu máli og öðrum.  Hann lýsir Landvernd sem „hryðjuverkasamtökum”. Landvernd HVS er ný skammstöfun hans á náttúruverndarsamtökunum sem umhverfisráðherra starfaði áður við sem  framkvæmdastjóri. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -