Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vantrausttillaga gegn Theresu May

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Theresa May mun standa frammi fyrir vantrausttillögu þingmanna síns eigins flokks, breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt reglum flokksins þurfa 15% meðlima hans að skrifa til sérstakar nefndar sem ákveður að setja af stað atkvæðagreiðslu um forystuna og þeim skilyrðum var fullnægt í gær. Talið er að það sem hafi fyllt mælin hafi verið ákvörðun May um að hætta við þingkosningu um Brexit.

Atkvæðagreiðsla þingmanna mun fara fram milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Mun niðurstaðan verða tilkynnt skömmu síðar. Ef hún er rekin með þessum hætti mun taka um sex vikur fyrir breska íhaldsflokkinn að velja sér nýjan leiðtoga.

Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kjölfarið kvaðst hún ætla að berjast gegn vantrausttillögunni. Vantrauststillagan kemur eins og köld tuska í andlitið á May sem hingað til hefur staðið sig nokkuð vel við erfiðar aðstæður og tekið á sig mikla ábyrgð vegna Brexit. Tillagan er komin frá þeim meðlimum sem styðja Brexit hvað harðast. Það er því ekki aðeins sótt að May frá þeim sem vilja ekki úr ESB, heldur einnig af hálfu hennar eigin flokksmanna sem vilja harðlínu Brexit.

Forsætisráðherra þarf 158 atkvæði sér í vil til að standast vantrausttillöguna, og er hún þá örugg í 12 mánuði í viðbót. Spurningin er hins vegar sú hvort henni er stætt að sitja áfram í embætti eftir þessa aðför og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir Brexit samninginn. Tíminn tifar og útganga Breta er áætluð í lok mars á næsta ári.

Mögulegir arftakar hafa verið nefndir Boris Johnsson, fyrrum utanríkisráðherra, Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, Sajid Javid, innanríkisráðherra og Penny Mordaunt, þróunarmálaráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -